Fótbolti

Sviss lagði Tékkland í framlengingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Það verða Spánn og Sviss sem leika til úrslita á EM U-21 árs landsliða í Danmörku. Sviss lagði Tékkland, 1-0, í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld.

Leikurinn var vægt til orða tekið hrútleiðinlegur. Nákvæmlega ekkert gerðist í fyrri hálfleik og svipað var upp á teningnum í þeim síðari.

Markalaust eftir 90 mínútur og því varð að framlengja. Tékkar hefðu átt að fá víti í framlengingunni er boltinn fór í hönd varnarmanns Sviss. Ekkert var dæmt.

Sviss skárra liðið í leiknum og sótti mun meira en Tékkar sem vörðust af mikilli list.

Það var nokkuð sanngjarnt er Admir Mehmedi skoraði glæsilegt mark með huggulegu skoti utan teigs á 114. mínútu. Það mark dugði til þess að fleyta Sviss í úrslitaleikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×