Enski boltinn

Forlan líklega aftur á leið til Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Umboðsmaður Diego Forlan sagði í samtali við spænska fjölmiðla að leikmaðurinn vilji helst komast aftur til Englands.

Forlan hefur átt mikilli velgengni að fagna á Spáni undanfarin ár eftir að hafa verið á mála hjá Manchester United í nokkur ár þar sem hann átti fremur erfitt uppdráttar.

Forráðamenn Atletico Madrid hafa nú gefið Forlan þau skilaboð að hann sé ekki lengur í framtíðaráætlunum þjálfarans og hefur hann ítrekað verið sagður á leið aftur í ensku úrvalsdeildina.

„Diego mun ákveða sjálfur hvað gerist, en það lítur út fyrir að hans fyrsta val verði að fara aftur til Englands,“ sagði umboðsmaður hans, Enrique Cerezo. Forlan hefur þegar hafnað Galatasaray en er nú helst orðaður við Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×