Enski boltinn

Fabregas: Guardiola alltaf verið mitt átrúnaðargoð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að Pep Guardiola hafi alltaf verið sitt átrúnaðargoð á knattspyrnuvellinum. Guardiola er nú stjóri Barcelona en lék lengst af sem leikmaður með félaginu.

Fabregas hefur verið ítrekað orðaður við Barcelona, sitt gamla félag, í gegnum tíðina en hann vildi ekkert tjá sig um það þegar hann ræddi við spænska fjölmiðla á dögunum.

„Pep Guardiola hefur alltaf verið mitt stærsta átrúnaðargoð,“ lét hann þó hafa eftir sér og lofaði einnig félaga sína í spænska landsliðinu, sem margir leika með Barcelona. „Mér finnst það mikill heiður að spila með mörgum af bestu knattspyrnumönnum heimsins. Ég elska bara að spila fótbolta.“

Sandro Rosell, forseti Barcelona, sagði á dögunum að félagið hefði spurst fyrir um Fabregas en að Arsenal vildi fá meira en 40 milljónir evra fyrir hann - sem væri of mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×