Enski boltinn

Langamma í eins árs heimaleikjabann hjá Leeds

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Musgrove er hér leidd af velli. Hún var ekki kærð fyrir hlaupið inn á völlinn. Mynd/Skjáskot af vef Daily Mail.
Musgrove er hér leidd af velli. Hún var ekki kærð fyrir hlaupið inn á völlinn. Mynd/Skjáskot af vef Daily Mail.
Leeds United hefur sett hina 63 ára gömlu langömmu, Margaret Musgrove í eins árs heimaleikjabann. Sú gamla er klettharður stuðningsmaður Leeds og missti stjórn á tilfinningum sínum í lokaleik Leeds síðasta vetur.

Þá hljóp hún inn á völlinn til þess að samfagna strákunum. "Ég vildi bara segja þeim hvað ég elskaði þá mikið," sagði Musgrove sem vill fá ársmiðann sinn aftur svo hún geti mætt á leiki næsta vetur.

"Það er ekki eins og ég sé einhver fótboltabulla. Fólk sem gerir verri hluti fær jafn langt bann og ég. Mér finnst vera búið að refsa mér nóg."

Musgrove er búinn að styðja Leeds í yfir 40 ár. Nú þegar eru komnir stuðningshópar á Facebook sem vilja að hún fái ársmiðann sinn aftur. Forráðamenn Leeds hafa þó ekki í hyggju að gefa sig.

Musgrove á 13 barnabörn og þrjú barnabarnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×