Fótbolti

Kári rekinn frá Plymouth - vildi fá launin sín

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason í leik með íslenska landsliðinu.
Kári Árnason í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Plymouth Argyle hafi sagt upp samningi Kára Árnasonar fyrir það eitt að Kári vildi fá umsamin laun greidd.

Kári hefur ekki fengið greitt síðan í október síðastliðnum og neitaði að vinna einn mánuð í viðbótar án þess að fá greitt. Því ákváðu forráðamenn Plymouth að rifta samningi hans.

Plymouth hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og fór í greiðslustöðvun í mars síðastliðnum þegar félagið skuldaði sautján milljónir punda. Liðið féll svo um deild annað árið í röð og leikur í D-deildinni á næsta ári.

Samkvæmt The Sun mun yfirtaka vera á næsta leiti en það hjálpi Kára lítið sem var sagt upp með tölvupósti. Hann er sagður vera með laun upp á um tvö þúsund pund á viku og að félagið skuldi honum um 60 þúsund pund í það heila - um ellefu milljónir króna.

Kári segist vera að leita sér að nýju félagi en viðtal við hann má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×