Enski boltinn

Valencia fagnar komu Young

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Valencia í leik með United.
Antonio Valencia í leik með United. Nordic Photos / Getty Images
Antonio Valencia óttast ekki að fá færri tækifæri hjá Manchester United eftir að félagið keypti Ashley Young frá Aston Villa í vikunni.

Young hefur skrifað undir fimm ára samning við United sem greiddi Aston Villa vel á annan tug milljóna punda fyrir kappann. Hans bíður þó samkeppni um stöður í sterku liði United við leikmenn eins og Valencia og Nani.

„Ég heyrði fyrst af þessu í fréttunum,“ sagði Valencia sem er nú að undirbúa sig fyrir Copa America með landsliði Ekvador. „Tímabilið er langt í Englandi og það fá allir tækifæri hjá Alex Ferguson í lykilleikjum liðsins.“

„Ashley er góður knattspyrnumaður og ég held að hann muni hjálpa okkur að ná enn betri árangri á næsta tímabili. Ég á sjálfur tvö ár eftir af samningi mínum við United og ég er handviss um að ég muni uppfylla minn samning - og kannski verð ég hjá liðinu í nokkur ár til viðbótar þar að auki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×