Enski boltinn

Arsenal hafnaði tilboði Barcelona í Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Arsenal hafi hafnað 27 milljóna punda tilboði Barcelona í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal.

Sagan endalausa um Fabregas og Barcelona heldur því áfram í sumar eins og undanfarin ár. Fabregas er alinn upp hjá Barcelona en gekk til liðs við Arsenal aðeins sextán ára gamall.

Fabregas hefur verið sagður áhugasamur um að snúa aftur til Barcelona en það hefur ekki gengið eftir hingað til. Arsenal mun ekki hafa hug á að selja kappann fyrir minna en 40 milljónir punda.

Forráðamenn Barcelona hafa hins vegar áður látið hafa eftir sér að þeir munu ekki fara hærra en 35 milljónir punda. „Pep Guardioal veit vel hvað leikmenn eru mikils virði og Cesc er minna virði en 40 milljónir evra (35,4 milljónir punda). Barcelona mun því bjóða minni upphæð og ef tilboðinu verður hafnað þá kemur hann ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×