Enski boltinn

Saha sefur í súrefnistjaldi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Louis Saha undirbýr sig fyrir nýtt keppnistímabil með Everton í Englandi með því að sofa í súrefnistjaldi og ná sér þannig fyrr af meiðslum sínum.

Saha missti af lokaspretti síðasta tímabils vegna ökklameiðsla og ætlar ekki að missa af byrjun næsta tímabils. Hann er nú í strangri endurhæfingu í Frakklandi og vill með því lengja feril sinn eins og mögulegt er.

Saha hefur ítrekað þurft að glíma við hin ýmsu meiðsli í gegnum tíðina og er greinilega orðinn þreyttur á því. „Ég sef núna í súrefnistjaldi eins og Michael Jackson til að flýta fyrir bataferlinu og einnig svo ég nái mér fyrr eftir æfingarnar,“ sagði Saha við enska fjölmiðla.

„Það er enginn sem spilar að eilífu og ég vil gera eins mikið og ég get úr þeim árum sem ég á eftir. Ég hata undirbúningstímbilið en hlakka til að komast aftur á æfingar með bolta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×