Fótbolti

HM kvenna hefst í Þýskalandi í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolkrabbinn Páll yngri spáði þýskum sigri í opnunarleik HM kvenna.
Kolkrabbinn Páll yngri spáði þýskum sigri í opnunarleik HM kvenna. Nordic Photos / AFP
Heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu hefst í dag í Þýskalandi. Heimamenn mæta Kanada í opnunarleik mótsins á Ólympíuleikvanginum í Berlín í dag.

Þýskaland er talið sigurstranglegasta liðið í keppninni enda á heimavelli og núverandi heims- og Evrópumeistari. Kanada vann álfukeppni norður- og mið-Ameríku, Gold Cup, í fyrra. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Þetta verður reyndar ekki fyrsti leikur mótsins þar sem að hin liðin í A-riðli, Nígería og Frakkland, mætast klukkan 13.00 í dag.

Alls taka sextán lið þátt í keppninni sem fer fram í níu borgum í Þýskalandi. Liðunum er skipt í fjóra riðla og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram í fjórðungsúrslit.

Úrslitaleikurinn fer fram í Frankfurt þann 17. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×