Fótbolti

Mexíkó lenti 2-0 undir en vann Gullbikarinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mexíkóar fagna sigrinum í nótt.
Mexíkóar fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / AFP
Mexíkó vann Bandaríkin, 4-2, í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og mið-Ameríku auk þjóða frá Karabíahafinu, þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir í leiknum.

Michael Bradley og Landon Donovan komu Bandaríkjamönnum 2-0 yfir snemma leiks í úrslitaleiknum sem fór fram í Rose Bowl í Pasadena, Kaliforníu, í nótt.

En Mexíkó náði að jafna metin með mörkum frá Pablo Barrera og Andres Guardado. Barrera skoraði svo aftur og kom sínum mönnum yfir áður en Giovani Dos Santos gulltryggði sínum mönnum sigurinn með fjórða marki Mexíkó.

Javier Hernandez, leikmaður Manchester United, fékk nokkur góð færi í leiknum en náði þó ekki að skora.

Með sigrinum fékk Mexíkó þátttökurétt í Álfukeppni FIFA sem fer fram í Brasilíu árið 2013, ári áður en heimsmeistarakeppnin fer fram þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×