Enski boltinn

Cannavaro orðaður við QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Cannavaro í leik með Juventus árið 2009.
Fabio Cannavaro í leik með Juventus árið 2009. Nordic Photos / AFP
Ítalinn Fabio Cannavaro hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna í bráð en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann er nú án félags en Cannavaro lék síðast með Al-Ahli í Dúbæ.

Hann hefur verið sterklega orðaður við QPR sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni nú í vor en talið er líklegt að hann muni láta freistast og spila í Englandi á næstu leiktíð.

„Ég hef ekki enn ákveðið hvenær ég muni hætta,“ sagði Cannavaro þegar hann var spurður um framtíðaráætlanir sínar.

Cannavaro var landsliðsfyrirliði Ítalíu þegar liðið varð heimsmeistari árið 2006 og var hann í kjölfarið kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA. Hann á glæsilegan feril að baki þar sem hann lék bæði með Juventus og Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×