Enski boltinn

City fremst í kapphlaupinu um Sanchez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexis Sanchez fagnar marki í leik með Udinese.
Alexis Sanchez fagnar marki í leik með Udinese. Nordic Photos / AFP
Gianpaolo Pozzo, eigandi ítalska félagsins Udinese, segir að eins og málin standa nú sé Manchester City líklegast til að fá Alexis Sanchez í sínar raðir.

Sanchez er líklega feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í sumar en hann hefur verið einnig verið sterklega orðaður við Barcelona. Hann er 22 ára gamall kantmaður og Udinese vill helst ekki selja hann á minna en 44 milljónir punda.

Það þykir forráðamönnum City helst til of mikið samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum og eru þeir sagðir reiðubúnir að greiða um 30 milljónir punda fyrir kappann.

„Ef það endar með því að hann fari frá félaginu tel ég líklegast að City muni kaupa hann,“ sagði Pozzo við ítalska fjölmiðla.

Sanchez mun keppa með landsliði Síle á Copa America en liðið á sinn fyrsta leik í keppninni þann 4. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×