Enski boltinn

Vucinic útilokar að fara til Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svartfellingurinn Mirko Vucinic í leik með AS Roma.
Svartfellingurinn Mirko Vucinic í leik með AS Roma. Nordic Photos / AFP
Umboðsmaður Mirko Vucinic, leikmanns Roma, segir að hann eigi skilið að ganga til liðs við „virtara“ félag en Blackburn í ensku úrvalsdeildinni.

Vucinic hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu auk þess sem forráðamenn Juventus eru sagðir hafa augastað á honum. Engu að síður á Vucinic, sem er 27 ára gamall, tvö ár eftir af samningi sínum við Roma.

„Ég hef ekkert heyrt enn,“ sagði umboðsmaðurinn Alessandro Lucci við ítalska fjölmiðla. „Eins og málin standa nú þá er þetta allt í biðstöðu því við viljum fyrst fá að vita hvað Roma ætlar sér að gera.“

„Fréttir um Blackburn eru bara sögusagnir. Þetta er virðingavert félag en ég held að Mirko eigi skilð að fara til aðeins stærra og virðingarmeira félag en Blackburn.“

Hann segir að engin samskipti hafi átt sér stað á milli Juventus og Roma vegna Vucinic. „Ég hef rætt við Juventus en líka vegna annarra leikmanna sem ég starfa fyrir. Hingað til hafa engar viðræður átt sér stað.“

„Vucinic verður annað hvort áfram í höfuðborginni eða mun þá skipta til félags sem er jafn stórt eða stærra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×