Enski boltinn

Schmeichel til Leicester City

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kasper Schmeichel á ekki langt að sækja markmannshæfileikana
Kasper Schmeichel á ekki langt að sækja markmannshæfileikana Nordic Photos / AFP
Daninn Kasper Schmeichel er genginn til liðs við Leicester City í ensku Championship-deildinni. Schmeichel hefur skrifað undir þriggja ára samning við Leicester en hann var seldur frá Leeds United þvert á vilja leikmannsins.

Hjá Leicester hittir markvörðurinn fyrir Sven Göran Erikson sem Schmeichel kannast vel við frá fyrri tíð. Svíinn stýrði Manchester City og Notts County þegar Daninn var á mála hjá félögunum.

Leicester hafnaði í 10. sæti í Championship-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Liðið ætlar sér stóra hluti en það er í eigu Tælendingsins Vichai Raksriaksorn en hann er einn ríkasti maður Tælands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×