Enski boltinn

Shelvey hugsanlega lánaður til Blackpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jonjo Shelvey.
Jonjo Shelvey.
Það er nokkuð ljóst að Liverpool ætlar sér ekki að missa af Charlie Adam. Sky greinir frá því í dag að félagið sé til í að lána Jonjo Shelvey til Blackpool í eitt ár og yrði það lán hluti af kaupunum.

Liverpool er ekki eitt um hituna því bæði Aston Villa og Tottenham vilja einnig kaupa Adam frá Blackpool sem féll úr úrvalsdeildinni í maí.

Blackpool ætlar sér að fá góðan seðil fyrir Adam og Liverpool hefur ekki verið til í að greiða uppsett verð hingað til. Félagið vonast til þess að lánið á Shelvey hjálpi til við að fá Adam í Bítlaborgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×