Enski boltinn

Man. City á eftir efnilegum varnarmanni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Savic er hér til hægri.
Savic er hér til hægri.
Samkvæmt Sky Sports er Man. City á eftir Stefan Savic hjá Partizan Belgrad. Sá er varnarmaður og City þarf slíka menn og sérstaklega þar sem Jerome Boateng er líklega á förum.

Gary Cahill hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við City en samkvæmt Sky þá er Savic efstur á óskalista City.

Þessi varnarmaður frá Svartfjallalandi er undir smásjá fleiri félaga og félag hans vill fá um 10 milljónir evra fyrir hann. City byrjaði á að bjóða 7 milljónir í þennan tvítuga varnarmann.

Savic hefur viðurkennt að hann sé líklega á förum frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×