Di Matteo snýr aftur á Stamford Bridge Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2011 08:00 Di Matteo snýr aftur á kunnulegar slóðir Nordic Photos/AFP Allt útlit er fyrir að Ítalinn Roberto Di Matteo verði hægri hönd André Villas-Boas hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Þjálfarateymi Portúgalans verður kynnt í dag og vekur ráðning Di Matteo mesta athygli. Guardian greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Di Matteo var síðast þjálfari West Bromwich Albion en hann kom liðinu í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun sinni. Þrátt fyrir það var hann látinn fara frá félaginu í febrúar síðastliðnum en árangurinn þótti ekki nógu góður. Di Matteo þekkir vel til á Stamford Bridge. Hans er helst minnst fyrir glæsimark sitt í úrslitaleik FA-bikarins árið 1997 sem hann skoraði eftir aðeins 42 sekúndur. Það var met þar til Louis Saha gerði gott betur gegn Chelsea fyrir rúmu ári. Meiðsli bundu enda á flottan feril Di Matteo þegar hann þríbrotnaði á fæti í Evrópuleik með Chelsea aðeins 31 árs að aldri. Auk Di Matteo fylgja José Mario Rocha og Daniel Sousa portúgalska þjálfaranum úr þjálfarateymi hans hjá Porto. Villas-Boas hafði hug á því að halda hægri hönd sinni hjá Porto, Vitor Pereira, en þau áform runnu út í sandinn þegar Pereira tók við þjálfarastarfinu hjá Porto nýverið. Þá er talið líklegt að Eddie Newton, annar fyrrverandi leikmaður Chelsea, verði hluti af þjálfarateyminu. Newton hefur unnið náið með Di Matteo undanfarin ár og talið líklegt að hann sé hluti af pakkanum. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Allt útlit er fyrir að Ítalinn Roberto Di Matteo verði hægri hönd André Villas-Boas hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Þjálfarateymi Portúgalans verður kynnt í dag og vekur ráðning Di Matteo mesta athygli. Guardian greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Di Matteo var síðast þjálfari West Bromwich Albion en hann kom liðinu í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun sinni. Þrátt fyrir það var hann látinn fara frá félaginu í febrúar síðastliðnum en árangurinn þótti ekki nógu góður. Di Matteo þekkir vel til á Stamford Bridge. Hans er helst minnst fyrir glæsimark sitt í úrslitaleik FA-bikarins árið 1997 sem hann skoraði eftir aðeins 42 sekúndur. Það var met þar til Louis Saha gerði gott betur gegn Chelsea fyrir rúmu ári. Meiðsli bundu enda á flottan feril Di Matteo þegar hann þríbrotnaði á fæti í Evrópuleik með Chelsea aðeins 31 árs að aldri. Auk Di Matteo fylgja José Mario Rocha og Daniel Sousa portúgalska þjálfaranum úr þjálfarateymi hans hjá Porto. Villas-Boas hafði hug á því að halda hægri hönd sinni hjá Porto, Vitor Pereira, en þau áform runnu út í sandinn þegar Pereira tók við þjálfarastarfinu hjá Porto nýverið. Þá er talið líklegt að Eddie Newton, annar fyrrverandi leikmaður Chelsea, verði hluti af þjálfarateyminu. Newton hefur unnið náið með Di Matteo undanfarin ár og talið líklegt að hann sé hluti af pakkanum.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira