Innlent

Skýrsla um biskupsmálið: Ráðaleysi og skortur á vönduðum vinnubrögðum

Nefndin skýrði frá helstu niðurstöðum í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Nefndin skýrði frá helstu niðurstöðum í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Rannsóknarnefnd kirkjuþings hefur lokið við gerð skýrslu um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot. Skýrslan er rúmlega 300 síður að lengd en nefndinni var falið að leggja mat á viðbrögð kirkjunnar eftir að ásakanirnar komu fram á sínum tíma. Nefndinni var hinsvegar ekki ætlað að „fjalla um sannleiksgildi ásakana um kynferðisbrot sem fram hafa komið á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi."

Nefndin kemst að því að „ýmislegt hafi farið úrskeiðis í þeim efnum og mistök verið gerð. Þótt þær aðstæður sem prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar stóðu frammi fyrir á árinu 1996 hafi vissulega verið mjög erfiðar einkenndust viðbrögð þeirra af ráðaleysi og skorti á faglegum og vönduðum vinnubrögðum," segir í formála skýrslunnar. „Þessi almenna ályktun á einnig við um viðbrögð kirkjunnar á árunum 2008 til 2010 þegar málið var aftur til meðferðar á vettvangi hennar."

Í rannsóknarnefndinni sátu Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur og klínískur dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×