Enski boltinn

Ashley Young búinn að semja við Manchester United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Young fagnar marki sínu gegn Sviss
Young fagnar marki sínu gegn Sviss Mynd/Getty Images
Enski landsliðsmaður Ashley Young hefur samið um persónuleg kjör við Englandsmeistara Manchester United. Sky fréttastofan greinir frá því að Young hafi gengist undir bráðabirgða læknisskoðun og skrifi undir þegar hann kemur heim úr sumarfríi sínu.

Englandsmeistararnir virðast ætla sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum. Félagið hefur tryggt sér þjónustu Phil Jones á 16 milljónir punda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að David de Gea markvörður Atletico Madrid gangi til liðs við félagið.

Young hefur margoft líst yfir áhuga sínum að spila í Meistaradeild Evrópu og virðist draumur hans ætla að verða að veruleika. Í gær var fjallað um að Manchester United ættu í viðræðum við fulltrúa Young. Young á að baki 15 landsleiki með Englandi og hefur skorað tvö mörk. Nú síðast um helgina í jafntefli gegn Sviss í undankeppni EM 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×