Enski boltinn

Cabaye til Newcastle á 4.3 milljónir punda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cabaye líst ljómandi vel á iðnaðarborgina Newcastle
Cabaye líst ljómandi vel á iðnaðarborgina Newcastle Mynd/Getty Images
Newcastle hefur fest kaup á franska landsliðsmanninum Yohan Cabaye frá Frakklandsmeisturum Lille. Cabaye sem er miðjumaður skrifaði undir fimm ára samning. Kaupverðið er talið vera 4.3 milljónir punda.

Cabaye sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakkland gegn Noregi í ágúst síðastliðnum er ánægður með vistaskiptin.

„Ég hef átt frábæran tíma hjá Lille en tel þetta réttan tímapunkt til þess að láta reyna á sjálfan mig gegn þeim bestu. Það get ég í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle,“ segir Cabaye á heimasíðu Newcastle.

„Við fyrstu sýn líst mér vel á bæði félagið og borgina. Leikvangurinn er stórkostlegur.“

Knattspyrnustjóranum Alan Pardew líst vel á nýjasta leikmann liðsins og segir hann bæta miklum gæðum við leikmannahópinn.

Newcastle varð í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×