Enski boltinn

Bebe á leið frá United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bebe kom frá portúgalska liðinu Vitoria de Guimaraes
Bebe kom frá portúgalska liðinu Vitoria de Guimaraes Mynd/Getty Images
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bebe sem er á mála hjá Manchester United gæti verið á leiðinni til Besiktas. Tyrkneska félagið staðfesti að það ætti í viðræðum við Englandsmeistarana um vistaskipti leikmannsins.

Bebe, sem hefur verið í herbúðum Manchester United í tæpt ár, hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu. Hann kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í úrvalsdeildarinni í vetur. Hann var keyptur til liðsins á 7 milljónir punda og vöktu félagsskiptin mikla athygli.

Ekki er ljóst hvort um lán eða félagsskipti yrði að ræða. Bebe yrði ekki eini Portúgalinn í herbúðum Besiktas því Hugo Almeida, Manuel Fernandes og Simao Sabrosa spila með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×