Enski boltinn

Tilboði Tottenham í Gervinho hafnað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gervinho í leik með landsliði sínu á HM 2010 í Suður-Afríku
Gervinho í leik með landsliði sínu á HM 2010 í Suður-Afríku Mynd/Getty Images
Breskir fjölmiðlar greina frá því að tilboði Tottenham í sóknarmann Lille, Gervinho. Talið er að tilboð enska liðsins hafi hljóðað upp á 10.6 milljónir punda.

Harry Redknapp var viðstaddur úrslitaleik franska bikarsins í síðasta mánuði sem Lille sigraði. Lille varð tvöfaldur meistari í Frakklandi og leikur í Meistaradeild Evrópu.

Talið er að sú staðreynd að Lille mun leika í Meistaradeildinni geti hjálpað liðinu að halda í sóknarmanninn. Fílbeinstrendingurinn er einnig sagður á óskalista Arsenal og Everton.

Fyrr í dag var greint frá kaupum Newcastle United á miðjumanninum Yohan Cabaye frá Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×