Enski boltinn

Phil Jones fer líklega til United eftir allt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phil Jones er í eldlínunni með enska U-21 landsliðinu í Danmörku þessa dagana. Mynd. / Getty Images
Phil Jones er í eldlínunni með enska U-21 landsliðinu í Danmörku þessa dagana. Mynd. / Getty Images
Salan á enska U-21 landsliðsmanninum, Phil Jones, til Manchester United virðist ætla dragast eitthvað á langinn, en erkifjendurnir í Liverpool buðu óvænt 22 milljónir punda í leikmanninn á laugardaginn.

Blackburn Rovers hafði áður samþykkt boð frá Manchester United í leikmanninn en það hljóðaði upp á 16.5 milljónir punda.

Eigendur Rovers hafa samt sett sig í samband við forráðamenn Manchester United og félögin virðast hafa náð samkomulagi um að ensku meistararnir greiði 20.5 milljónir punda fyrir þennan efnilega varnarmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×