Enski boltinn

Steve McClaren gæti tekið við Nottingham Forrest

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steve McClaren. Mynd. / Getty Images
Steve McClaren. Mynd. / Getty Images
Steve McClaren gæti verið á leiðinn í enska boltann aftur en formaður Nottingham Forrest, Nigel Doughty, ætlar sér að klófesta knattspyrnustjórann eftir að hafa rekið  Billy Davies sem stýrði liðinu í vetur.

Samningaviðræður virðast vera hafnar og allt eins líklegt að McClaren taki við liðinu á næstu dögum.

Nottingham Forrest mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á þessari leiktíð en félagið komst í umspil um laust sæti meðal þeirra bestu.

McClaren  hefur áður stýrt Middlesbrough, enska landsliðinu, Twente og Wolfsburg og hefur því gríðarlega reynslu. Stjórinn var til margra ára aðstoðarmaður Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, og hefur eflaust lært mikið af Skotanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×