Enski boltinn

Hermann tók þátt í kveðjuleik Kanu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kanu lék sinn síðasta leik fyrir nígeríska landsliðið. Mynd. / Getty Images.
Kanu lék sinn síðasta leik fyrir nígeríska landsliðið. Mynd. / Getty Images.
Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth og íslenska landsliðsins, lék í einskonar kveðjuleik fyrir Kanu, en leikmaðurinn var að leika sinn síðasta landsleik fyrir Nígeríu í gær. 

Nígeríska landsliðið lék gegn úrvalsliði Kanu, en landsliðið bar sigur úr býtum gegn úrvalsliðinu, 3-1 í Lagos í Nígeríu. 

Hermann var hluti af úrvalsliðinu ásamt mörgum frábærum knattspyrnumönnum, en þar á meðal voru þeir Emmanuel Adebayor, Sulley Muntari, Jay-Jay Okocha, Emmanuel Eboue og Samuel Eto'o ásamt Íslendingnum.

Kanu spilaði einn hálfleik með sitthvoru liðinu, en hann skoraði eitt marka nígeríska landsliðsins. Kanu og Hermann verða áfram liðsfélagar hjá Portsmouth, en Kanu er 34 ára og Hermann er 37 ára og því gríðarlega reynsla sem þessir tveir leikmenn skipta með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×