Enski boltinn

Steve McClaren ráðinn til Nottingham Forest

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steve McClaren er orðinn nýr knattspyrnustjóri Nottingham Forrest. Mynd. / Getty Images
Steve McClaren er orðinn nýr knattspyrnustjóri Nottingham Forrest. Mynd. / Getty Images
Eins og Vísir greindi frá í morgun benti allt til þess að Steve McClaren yrði ráðinn knattspyrnustjóri enska félagsins, Nottingham Forest, og sú varð raunin.

Félagið gaf frá sér yfirlýsingu fyrir hádegi þar sem fram kemur að nýr knattspyrnustjóri liðsins verði umræddur Steve McClaren, en félagið rak Billy Davies úr starfi í gær.

McClaren var rekinn frá Wolfsburg  fyrr á árinu eftir dapran árangur hjá þýska liðinu, en hann hefur komið víða við sem knattspyrnustjóri. McClaren  hefur áður stýrt Middlesbrough, enska landsliðinu, Twente og núna síðast Wolfsburg.

Nottingham Forrest mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á þessari leiktíð en félagið komst í umspil um laust sæti meðal þeirra bestu,en beið lægri hlut gegn Swansea.

Það verður því mikil pressa á McClaren á næstu leiktíð þar sem það er skýrt markmið hjá félaginu að komast upp í ensku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×