Enski boltinn

Fellaini vill fara frá Everton

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fellaini í baráttu við Dirk Kuyt
Fellaini í baráttu við Dirk Kuyt Mynd/Nordic Photos/Getty
Marouane Fellaini leikmaður Everton hefur sagst vilja komast frá félaginu. Ástæðan er löngun hans til þess að spila í Meistaradeild Evrópu og vinna titla.

Fellaini sem glímdi við öklameiðsli á síðastliðnu tímabili er handviss um að hann eigi heima hjá stærra liði.

„Eitt er á hreinu. Ég vil spila með liði sem vinnur titla og spilar í Meistaradeildinni,“ sagði hinn párprúði Belgi við belgíska fjölmiðla.

„Everton er skrefi fyrir neðan þau lið,“ bætti hann við.

Belginn sem kom til Everton á 15 milljónir punda frá Standard Liège fyrir þremur árum hefur vakið athygli stórliða í Evrópu. Chelsea, Manchester City og Real Madrid hafa meðal annars verið orðuð við leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×