Erlent

Kínverjar tala ekki við Norðmenn

Óli Tynes skrifar
Gro Harlem Brundtland.
Gro Harlem Brundtland.
Kínverskir ráðamenn hafa algerlega hafnað því að ræða við Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Ætlunin var að hún leitaði sátta við Kínverja en sambandið milli landanna hefur verið við frostmark síðan andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári.

 

Brundtland nýtur virðingar í Kína bæði sem fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. En Kínverjar eru ekki tilbúnir til að fyrirgefa Norðmönnum ennþá. Sagt er að þetta ósætti hafi kostað Norðmenn milljarða króna í glötuðum viðskiptatækifærum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×