Fótbolti

Warner hættur við að gera allt brjálað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Warner er hér með Platini, forseta UEFA.
Warner er hér með Platini, forseta UEFA.
Jack Warner, varaforseti FIFA, er hættur við að birta viðkvæma tölvupósta frá Sepp Blatter, forseta FIFA. Warner segir lagalegar ástæður liggja að baki ákvörðun sinni.

Warner var vísað tímabundið frá störfum af siðanefnd FIFA á dögunum og hann lofaði í kjölfarið að gera allt brjálað.

Warner segir að lögfræðingar hafi ráðlagt honum að halda að sér höndum í bili en siðanefnd FIFA er að rannsaka hans mál en hann er sakaður um mútuþægni.

Warner segist vera saklaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×