Ragnar Sigurðsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar á heimasíðu félagsins, eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.
Ragnar hefur verið á mála hjá IFK Gautaborg í Svíþjóð undanfarin fjögur ár en gerir nú fjögurra ára samning við FC Kaupmannahöfn.
„Ég er mjög ánægður með að semja við besta félag Norðurlandanna,“ sagði Ragnar i viðtali á heimasíðu FCK. „Það er skref upp á við á mínum ferli að koma til FCK og í danska boltann. Mér finnst að þessi breyting komi á réttum tíma fyrir mig.“
Forráðamenn FCK segja að þeir hafi fylgst lengi með Ragnari og að það sé ánægjulegt að sjá hann loksins í búningi félagsins.
