Fótbolti

Sara Björk á skotskónum með Malmö

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir
Mynd/Daníel
LdB Malmö, lið Þóru Bjargar Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, heldur sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði Piteå IF á útivelli í 7. umferð deildarinnar í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Malmö í leiknum.

Stelpurnar í Malmö hafa farið frábærlega af stað í deildinni og eru enn ósigraðar, hafa unnið sex leiki og gert eitt jafntefli. Þær sitja á toppi deildarinnar með sex stiga forskot á Kristianstad í öðru sæti. Kristianstad með Margréti Láru Viðarsdóttir í broddi fylkingar getur minnkað muninn í þrjú stig á nýjan leik takist liðinu að leggja Jitex á heimavelli en leikurinn stendur yfir.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í leiknum með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×