Fótbolti

Ragnar bjargaði stigi fyrir IFK Gautaborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar (til vinstri) ásamt Hjálmari Jónssyni.
Ragnar (til vinstri) ásamt Hjálmari Jónssyni. Mynda/Tommy Holl
Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði jöfnunarmark IFK Gautaborg þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Trelleborg í 9. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Auk Ragnars voru þeir Hjörtur Logi Valgarðsson og Theódór Elmar Bjarnason í byrjunarliðinu en Hjálmar Jónsson sat á bekknum og kom ekkert við sögu. Yfirburðir Gautaborgarliðsins voru miklir í leiknum en liðið átti 10 skot á mark en Trelleborg skoraði úr sínu eina skoti sem hitti markið.

IFK Gautaborg situr í ellefta sæti deildarinnar en umferðinni lýkur með tveimur leikjum sem nú standa yfir. Hallgrímur Jónasson er í byrjunarliði GAIS sem sækir Örebro heim. Þá er Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu IFK Norrköping sem sækir Syrianska heim.

Fylgjast má með gangi mála í leikjunum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×