Fótbolti

Kristianstad tapaði dýrmætum stigum

Margrét Lára sem hefur verið sjóðandi heit á tímabilinu náði ekki að skora í dag
Margrét Lára sem hefur verið sjóðandi heit á tímabilinu náði ekki að skora í dag
Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttir missteig stig á heimavelli gegn Jitex í efstu deild sænska kvennaboltans í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en fimm Íslendingar komu við sögu í leiknum.

Guðný Björk Óðinsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir voru í byrjunarliði Kristianstad og Erla Steina Arnardóttir kom inná sem varamaður. Sandra Sigurðardóttir varði mark Jitex og virðist hafa átt flottan leik í marki Jitex en Kristianstad átti 11 skot á markið.

LdB Malmö vann sigur fyrr í dag og hefur nú fimm stiga forskot Kristianstad í toppbaráttu deildarinnar að loknum sjö umferðum. Djurgården með þær Dóru Maríu Lárusdóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Katrínu Jónsdóttur innborðs steinlá 3-0 á útivelli gegn Kopparberg/Göteborg. Liðið er í 8. sæti deildarinnar.

Þá var Hallgrímur Jónasson í tapliði GAIS gegn Örebro og sömu sögu er að segja um Gunnar Heiðar Þorvaldsson en IFK Norrköping tapaði úti gegn Syrianska.


Tengdar fréttir

Sara Björk á skotskónum með Malmö

LdB Malmö, lið Þóru Bjargar Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, heldur sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði Piteå IF á útivelli í 7. umferð deildarinnar í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Malmö í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×