Ólafur: Það fór enginn þeirra í frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 17:30 Ólafur tilkynnir liðið sitt í dag. Mynd/Anton Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki