Umfjöllun: Framherjar Vals sáu um Blikana Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2011 18:15 Matthías Guðmundsson fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Valli Valsmenn unnu frábæran sigur, 2-0, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Matthías Guðmundsson og Hörður Sveinsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Valsmenn í leiknum, en þeir hafa verið nokkuð kaldir fyrir framan markið í sumar, spurning hvort framherjar Valsmanna séu komnir í gang. Leikurinn hófst með miklum látum að Hlíðarenda og heimamenn komust verðskuldað yfir eftir tíu mínútna leik. Christian Mouritsen, leikmaður Vals, átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Blika, þarf var Matthías Guðmundsson einn og óvaldaður og kláraði færið vel. Smá spurning hvort Matthías hafi verið rangstæður en línuvörðurinn lyfti ekki upp flagginu og því fékk markið að standa. Blikum var greinilega brugðið eftir markið og voru lengi að komast í takt við leikinn á ný. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti og sóttu stíft að marki Blika, en smá saman komust gestirnir aftur inn í leikinn og fóru að sækja að marki Valsmanna. Síðustu 15 mínútur fyrri hálfleiksins voru heldur rólegar og staðan því 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum rétt eins og sá fyrri, en á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins fengu bæði lið urmul af færum og ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið í netið báðum megin á vellinum. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fengu Valsmenn algjört dauðafæri og gátu í raun klárað leikinn, en Andri Fannar Stefánsson, leikmaður Vals, átti magnaða sendingu inn í vítateig Blika beint á Hörð Sveinsson sem náði fínu skoti að markinu, en Ingvar Kale, markvörður Blika, varði boltann í stöngina. Aðeins fjórum mínútum síðar náði heimamenn aftur á móti að drepa leikinn. Hörður Sveinsson opnaði markareikninginn í sumar og kom Val 2-0 yfir. Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Vals, átti frábært skot að markinu sem hafnaði hjá Herði sem stýrði boltanum í netið. Frábær úrslit fyrir Valsmenn en þeir eru sem stendur með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum á eftir KR-ingum. Blikar eru aftur á móti enn með sex stig og þurfa heldur betur að gyrða sig í brók ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni í sumar og eiga möguleika á því að verja titilinn. Valur 2 – 0 Breiðablik1-0 Matthías Guðmundsson (11.) 2-0 Hörður Sveinsson (76.) Áhorfendur: 1358 Dómari: Magnús Þórisson 7 Skot (á mark): 11 – 9 (6-3) Varin skot: Haraldur 3 – 4 Ingvar Horn: 9 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 6 – 10 Rangstöður: 5-3Valur (4-3-3) Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 7 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Halldór Kristinn Halldórsson 7 Pól Jóhannus Justinussen 6 Haukur Páll Sigurðsson 8 *maður leiksins Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (63. Andri Fannar Stefánsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 6 Christin R Mouritsen 7 Þórir Guðjónsson 4 (45. Ingólfur Sigurðsson 7) Matthías Guðmundsson 7 ( 67. Hörður Sveinsson 7)Breiðablik (4-3-3) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (77. Rafn Andri Haraldsson - ) Finnur Orri Margeirsson 4 Elfar Freyr Helgason 4 Kristinn Jónsson 5 Guðmundur Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 6 Arnar Már Björgvinsson 4 (54. Haukur Baldvinsson 5) Andri Hrafn Yeoman 6 (77. Viktor Unnar Illugason -) Kristinn Steindórsson 7 Dylan Jacob MacAllister 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Valsmenn unnu frábæran sigur, 2-0, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Matthías Guðmundsson og Hörður Sveinsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Valsmenn í leiknum, en þeir hafa verið nokkuð kaldir fyrir framan markið í sumar, spurning hvort framherjar Valsmanna séu komnir í gang. Leikurinn hófst með miklum látum að Hlíðarenda og heimamenn komust verðskuldað yfir eftir tíu mínútna leik. Christian Mouritsen, leikmaður Vals, átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Blika, þarf var Matthías Guðmundsson einn og óvaldaður og kláraði færið vel. Smá spurning hvort Matthías hafi verið rangstæður en línuvörðurinn lyfti ekki upp flagginu og því fékk markið að standa. Blikum var greinilega brugðið eftir markið og voru lengi að komast í takt við leikinn á ný. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti og sóttu stíft að marki Blika, en smá saman komust gestirnir aftur inn í leikinn og fóru að sækja að marki Valsmanna. Síðustu 15 mínútur fyrri hálfleiksins voru heldur rólegar og staðan því 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum rétt eins og sá fyrri, en á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins fengu bæði lið urmul af færum og ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið í netið báðum megin á vellinum. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fengu Valsmenn algjört dauðafæri og gátu í raun klárað leikinn, en Andri Fannar Stefánsson, leikmaður Vals, átti magnaða sendingu inn í vítateig Blika beint á Hörð Sveinsson sem náði fínu skoti að markinu, en Ingvar Kale, markvörður Blika, varði boltann í stöngina. Aðeins fjórum mínútum síðar náði heimamenn aftur á móti að drepa leikinn. Hörður Sveinsson opnaði markareikninginn í sumar og kom Val 2-0 yfir. Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Vals, átti frábært skot að markinu sem hafnaði hjá Herði sem stýrði boltanum í netið. Frábær úrslit fyrir Valsmenn en þeir eru sem stendur með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum á eftir KR-ingum. Blikar eru aftur á móti enn með sex stig og þurfa heldur betur að gyrða sig í brók ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni í sumar og eiga möguleika á því að verja titilinn. Valur 2 – 0 Breiðablik1-0 Matthías Guðmundsson (11.) 2-0 Hörður Sveinsson (76.) Áhorfendur: 1358 Dómari: Magnús Þórisson 7 Skot (á mark): 11 – 9 (6-3) Varin skot: Haraldur 3 – 4 Ingvar Horn: 9 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 6 – 10 Rangstöður: 5-3Valur (4-3-3) Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 7 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Halldór Kristinn Halldórsson 7 Pól Jóhannus Justinussen 6 Haukur Páll Sigurðsson 8 *maður leiksins Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (63. Andri Fannar Stefánsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 6 Christin R Mouritsen 7 Þórir Guðjónsson 4 (45. Ingólfur Sigurðsson 7) Matthías Guðmundsson 7 ( 67. Hörður Sveinsson 7)Breiðablik (4-3-3) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (77. Rafn Andri Haraldsson - ) Finnur Orri Margeirsson 4 Elfar Freyr Helgason 4 Kristinn Jónsson 5 Guðmundur Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 6 Arnar Már Björgvinsson 4 (54. Haukur Baldvinsson 5) Andri Hrafn Yeoman 6 (77. Viktor Unnar Illugason -) Kristinn Steindórsson 7 Dylan Jacob MacAllister 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira