Íslenski boltinn

Umfjöllun: Grétar skallaði KR aftur upp á toppinn

Ari Erlingsson skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson sést hér nýbúinn að skora sigurmark KR í kvöld.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson sést hér nýbúinn að skora sigurmark KR í kvöld. Mynd/Valli
Grétar Sigfinnur Sigurðarson tryggði KR 2-1 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en KR komst aftur á toppinn með þessum sigri. Eyjamenn voru búnir að vera í rúma þrjá klukkutíma eftir sigur á Víkingi út í Eyjum.

Grétar skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 79. mínútu leiksins. Kjartan Henry Finnbogason hafði komið KR í 1-0 á 21. mínútu en Arnar Gunnlaugsson jafnaði úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar.

Reykjavíkurliðin Fram og KR mættust í 6. umferð Pepsídeildar karla í gærkvöldi. Liðin höfðu aðhafst ólíkt að í upphafi móts. KR-ingar höfðu innbyrt 11 stig en Framarar sátu á botninum með einungis 1 stig. Ólukka Framara hélt áfram í Laugardalnum því það voru KR-ingar sem fóru heim með öll 3 stigin sem í boði voru. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar á meðan þeir bláklæddu úr Safamýrinni sitja enn sem fastast við botninn.

Fyrstu 45 mínútur leiksins var jafnræði með liðunum og ekki var að sjá að heil 11 stig skildi liðin að. Þó voru það gestirnir úr Vesturbænum sem náðu forystunni á 21 mínútu. Kjartan Henry Finnbogason skoraði þá með laglegu skoti hægra megin við vítateigsjaðarinn.

Það tók þó Framara ekki nema 4 mínútur að jafna leikinn og var þar að verki Arnar Gunnlaugsson. Arnar skoraði út víti sem hafði verið dæmt á Guðmund Reyni Gunnarsson sem handlék boltann að mati Gylfa Sigurðssonar aðstoðardómara. Umdeildur dómur.

Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Jafnræði með liðunum og bæði lið gerðu sig líkleg til þess að skora. Þegar leið á seinni hálfleik var sem gestirnir næðu tökum á leiknum og eftir 79 mínútna leik lét vörn Fram loks undan. Grétar Sigfinnur Sigurðarsson skallaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar frá vinstri. Framarar náðu ekki að svara fyrir sig líkt og í fyrri hálfleik og niðurstaðan því 2-1 sigur KR-inga.

Framarar eru ef til vill súrir með frammistöðu liðsins og þá sérstaklega niðurstöðu leiksins. Þeir áttu í fullu tré við KR-inga lengi framan af en af einhverjum ástæðum þá misstu þeir tökin á leiknum um miðjan seinni hálfleik og það nýttu KR-ingar sér svo sannarlega.

KR-ingar geta verið ánægðir með leik liðsins. Vörnin þeirra var þræltraust með Grétar Sigfinn sem besta mann. Fram á við náðu þeir að skapa sér þó nokkuð af færum en Guðjón Baldvinsson sem spilaði sem fremsti maður var þó ekki alveg nægjanlega vel innstilltur í kvöld og fór illa með nokkur færi.

Rúnar þjálfari er eflaust kátur með seiglu og þolinmæði liðsins og má vel tala um seiglusigur hjá þeim svarthvítu í kvöld.

Fram – KR 1-20-1 Kjartan Henry Finnbogason (21.)

1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (25.)   

1-2 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (79.)

Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1613

Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (4)

Tölfræðin:

Skot (á mark): 9–10 (4-4)

Varin skot: Ögmundur 2 – Hannes 3

Hornspyrnur: 7–7

Aukaspyrnur fengnar: 14-11

Rangstöður: 0–0

Fram 4-3-3:

Ögmundur Kristinsson 6

Alan Lowing 5

Kristján Hauksson 6

Jón Guðni Fjóluson 4

Samuel Lee Tillen 6

Halldór Hermann Jónsson 5

Daði Guðmundsson -

(17., Guðmundur Magnússon 6)

Jón Gunnar Eysteinsson 6

Kristján Ingi Halldórsson 7

Arnar Gunnlaugsson  6

(76., Hjálmar Þórarinsson -)

Almarr Ormarsson 4

KR (4-3-3)

Hannes Þór Halldórsson 7

Magnús Már Lúðvíksson 7

Skúli Jón Friðgeirsson 7

Grétar Sigfinnur Sigurðarson 8

Guðmundur Reynir Gunnarsson 8

Baldur Sigurðsson 6

Bjarni Eggerts Guðjónsson 7

Viktor Bjarki Arnarsson  4

(67., Ásgeir Örn Ólafsson 5)

Óskar Örn Hauksson 7

Kjartan Henry Finnbogason 6

Guðjón Baldvinsson  3

(67., Gunnar Örn Jónsson 6)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×