Íslenski boltinn

Eyjamenn fá til sín sterkan miðjumann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bryan Hughes. Mynd. / Getty Images
Bryan Hughes. Mynd. / Getty Images
Eyjamenn hafa ekki farið í felur með það að þeir vilja styrkja hópinn enn meira fyrir sumarið. Nú rétt í þessu var Bryan Hughes að semja við lið ÍBV, en hann lék til að mynda með Birmingham í átta ár.

Hughes á að baki 247 leiki með Birmingham og hefur leikið lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.

Einnig hefur leikmaðurinn leikið með Charlton og Hull City, en hann var á mála hjá Burton Albion og Grimsby Town í enska boltanum á þessu tímabili.

Leikmaðurinn byrjar strax í dag að æfa með félaginu og spurning hvort hann eigi eftir að reynast happafengur fyrir Eyjamenn í sumar.

ÍBV er einnig að leita sér að framherja fyrir lok félagskiptagluggans, en þeim vantar meiri breidd fram á við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×