Íslenski boltinn

Stórhættulegt að kalla dómara "steik"

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jökull notar orðið steik ekki aftur á næstunni.
Jökull notar orðið steik ekki aftur á næstunni.
Íslenskir dómarar virðast taka það mjög nærri sér að vera kallaðir "steik". Það hefur nú gerst í annað sinn að leikmaður fær rauða spjaldið fyrir að kalla dómara steik.

Jökull Elísabetarson, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta rauða spjaldið í leik FH og Breiðabliks um helgina er hann kallaði Þorvald Árnason dómara steik.

Þorvaldur var þá nýbúinn að spjalda Jökul sem svaraði fyrir sig með þvi að nota orðið. Þorvaldur var þá fljótur að lyfta öðru spjaldi og þar með því rauða.

Í bikarleik Fylkis og Keflavíkur árið 2004 fékk Björgólfur Takefusa, þáverandi leikmaður Fylkis, að líta rauða spjaldið fyrir notkun á sama orði.

Björgólfur fékk aftur á móti beint rautt fyrir að kalla Egil Má Markússon steik. Þess má geta að Egill fékk einkunnina "slakur" hjá blaðamanni Fréttablaðsins eftir leikinn.

Leikmenn Pepsi-deildarinnar þurfa því að gæta að orðalagi sínu í sumar og það er greinilega nauðsynlegt að forðast með öllu að nota orðið steik. Þá fer illa.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×