Íslenski boltinn

Redshaw sendur heim eftir 45 mínútur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Redshaw. Mynd/fram.is
Mark Redshaw. Mynd/fram.is
Þolinmæði Framara í garð Englendingsins Mark Redshaw var ekki mikil því hann hefur þegar verið sendur til síns heima.

Redshaw spilaði í 45 mínútur gegn Þór og frekari tækifæri fær hann ekki. Redshaw gat ekkert þessar 45 mínútur sem hann spilaði fyrir Safamýrarfélagið.

Fram samdi við Redshaw um síðustu mánaðarmót rétt eins og Allan Lowing sem er enn í herbúðum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×