Umfjöllun: Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2011 14:39 Mynd/Valli Það var lítið um flugelda í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tók á móti Fram í þriðju umferð Pepsi-deilar karla, en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Bæði lið fengu sín tækifæri í leiknum en allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan sanngjörn. Leikurinn hófst með miklum látum en strax eftir um 30 sekúndna leik komumst heimamenn í algjört dauðafæri. Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, slapp einn í gegnum vörn Framar og náði prýðisskoti að marki Framara, en Ögmundur var vel á varðbergi og varði skotið. Þessi byrjun gaf heldur betur tóninn fyrir bæði lið og því var fyrri hálfleikur virkilega opin. Á 24. mínútu fengu Fylkismenn algjört dauðafæri þegar Jóhann Þórhallsson skallaði boltann rétt framhjá eftir frábæra fyrirgjöf frá Tómasi J. Þorsteinssyni. Á þessum tíma voru bæði lið virkilega spræk og líklega til þess að skora mark. Tíu mínútum síðar varð mikill darraðardans upp við mark Fylkismanna. Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Fram, fékk virkilega góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis, kom góðu skoti framhjá Fjalari í markinu en boltinn hafnaði í stönginni. Þaðan rann boltinn aftur út í teig en Valur Fannar Gíslason ,leikmaður Fylkis, náðu að hreinsa boltann út úr teignum og bægja hættunni frá. Eftir þetta atvik róaðist leikurinn nokkuð og staðan var því 0-0 í hálfleik. Leikurinn var opinn og líkur á mörkum í síðari hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ívið rólegri en sá fyrri en Framarar voru samt sem áður líklegri aðilinn. Þegar um hálftími var eftir af leiknum kom fyrsta færi síðari hálfleiksins, en skot Jón Guðna Fjólusonar, leikmanns Fram, fór rétt fyrir markið. Heimamenn áttu líklega besta færi síðari hálfleiksins, en það gerðist á 66. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson náði virkilega góðu skoti á markið sem hafnaði í stönginni, þaðan fór boltinn aftur út í teig þar sem Valur Fannar Gíslason, leikmaður Fylkis, var mættur til að hirða frákastið en skot hans hafnaði í varnarmanni Framara. Fátt annað markvert gerðist í síðari hálfleiknum og því lauk honum með markalausu jafntefli. Fyrstu stig Fram í sumar því komin í hús en bæði lið þurfa samt sem áður að bæta sinn leik fyrir næstu umferð. Fylkir 0 – 0 Fram - Tölfræðin í leiknum Áhorfendur: 1242 Dómari: Magnús Þórisson - 7 Skot (á mark): 8 - 14 (4-8) Varin skot: Fjalar 8– 4 Ögmundur Horn: 5 –6 Aukaspyrnur fengnar: 10 – 11 Rangstöður: 0- 2 Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 5 Baldur Bett 5 ( 46. Oddur Ingi Guðmundsson 5 ) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 ( 62. Rúrik Andri Þorfinnsson -5) (83. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Jóhann Þórhallsson 6 Albert Brynjar Ingason 5 Fram (4-3-3) Ögmundur Kristinsson 6 Daði Guðmundsson 5 Jón Orri Ólafsson 7 *maður leiksins Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Kristinn Ingi Halldórsson 6 Guðmundur Magnússon 5 ( 67. Andri Júlíusson 5 ) Almarr Ormarsson 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 5 (80. Tómas Leifsson - ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Það var lítið um flugelda í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tók á móti Fram í þriðju umferð Pepsi-deilar karla, en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Bæði lið fengu sín tækifæri í leiknum en allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan sanngjörn. Leikurinn hófst með miklum látum en strax eftir um 30 sekúndna leik komumst heimamenn í algjört dauðafæri. Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, slapp einn í gegnum vörn Framar og náði prýðisskoti að marki Framara, en Ögmundur var vel á varðbergi og varði skotið. Þessi byrjun gaf heldur betur tóninn fyrir bæði lið og því var fyrri hálfleikur virkilega opin. Á 24. mínútu fengu Fylkismenn algjört dauðafæri þegar Jóhann Þórhallsson skallaði boltann rétt framhjá eftir frábæra fyrirgjöf frá Tómasi J. Þorsteinssyni. Á þessum tíma voru bæði lið virkilega spræk og líklega til þess að skora mark. Tíu mínútum síðar varð mikill darraðardans upp við mark Fylkismanna. Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Fram, fékk virkilega góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis, kom góðu skoti framhjá Fjalari í markinu en boltinn hafnaði í stönginni. Þaðan rann boltinn aftur út í teig en Valur Fannar Gíslason ,leikmaður Fylkis, náðu að hreinsa boltann út úr teignum og bægja hættunni frá. Eftir þetta atvik róaðist leikurinn nokkuð og staðan var því 0-0 í hálfleik. Leikurinn var opinn og líkur á mörkum í síðari hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ívið rólegri en sá fyrri en Framarar voru samt sem áður líklegri aðilinn. Þegar um hálftími var eftir af leiknum kom fyrsta færi síðari hálfleiksins, en skot Jón Guðna Fjólusonar, leikmanns Fram, fór rétt fyrir markið. Heimamenn áttu líklega besta færi síðari hálfleiksins, en það gerðist á 66. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson náði virkilega góðu skoti á markið sem hafnaði í stönginni, þaðan fór boltinn aftur út í teig þar sem Valur Fannar Gíslason, leikmaður Fylkis, var mættur til að hirða frákastið en skot hans hafnaði í varnarmanni Framara. Fátt annað markvert gerðist í síðari hálfleiknum og því lauk honum með markalausu jafntefli. Fyrstu stig Fram í sumar því komin í hús en bæði lið þurfa samt sem áður að bæta sinn leik fyrir næstu umferð. Fylkir 0 – 0 Fram - Tölfræðin í leiknum Áhorfendur: 1242 Dómari: Magnús Þórisson - 7 Skot (á mark): 8 - 14 (4-8) Varin skot: Fjalar 8– 4 Ögmundur Horn: 5 –6 Aukaspyrnur fengnar: 10 – 11 Rangstöður: 0- 2 Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 5 Baldur Bett 5 ( 46. Oddur Ingi Guðmundsson 5 ) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 ( 62. Rúrik Andri Þorfinnsson -5) (83. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Jóhann Þórhallsson 6 Albert Brynjar Ingason 5 Fram (4-3-3) Ögmundur Kristinsson 6 Daði Guðmundsson 5 Jón Orri Ólafsson 7 *maður leiksins Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Kristinn Ingi Halldórsson 6 Guðmundur Magnússon 5 ( 67. Andri Júlíusson 5 ) Almarr Ormarsson 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 5 (80. Tómas Leifsson - )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira