Fótbolti

Lennon ætlar ekki að fara frá Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Neil Lennon, stjóri Celtic, ætlar ekki að láta bola sér í burtu frá félaginu en áhorfandi sló til Lennon í miðjum leik fyrr í vikunni.

Lennon hefur átt skrautlegt tímabil hjá Celtic. Hann var einn þeirra sem gagnrýndu störf dómara í Skotlandi með þeim afleiðingum að dómarar fóru í verkfall eina helgi í haust og þá var send bréfasprengja til hans fyrir fáeinum vikum síðan.

„Ég held að í sumar muni hann setjast niður með Celtic og fara rækilega yfir öryggismálin. Hann er auðvitað órólegur vegna þessa,“ sagði Martin Reilly, umboðsmaður Lennon.

„En ég sé ekki fyrir mér að hann muni forða sér frá félaginu.“

Celtic var að spila við Hearts um helgina þegar uppákoman átti sér stað en árásarmaðurinn hefur verið kærður til lögreglu. Árásarmaðurinn hafði verið í þeim hluta stúkunnar sem geymdi stuðningsmenn Hearts.

Lennon hefur einnig borist margar líflátshótanir og er hans nú gætt allan sólarhringinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×