Dæmi um að grunnskólabörn selji sig á vefnum Hafsteinn Hauksson skrifar 17. maí 2011 18:35 Kynferðisbrotum gegn börnum sem rekja má til samskipta á Netinu hefur fjölgað um helming á síðustu fjórum árum. Forstöðumaður Barnahúss veit um sex alvarleg vændismál þar sem grunnskólabörn hafa selt sig eldri mönnum á vefnum. Börn allt niður í átta ára aldur hafa orðið fyrir kynferðisbrotum af hálfu geranda sem þau kynntust í gegnum netið, en í því tilfelli var brotið á barninu í gegnum vefmyndavél. Undanfarin ár hefur fjöldi mála á borði Barnahúss þar sem ókunnugur gerandi kynnist þolanda í gegnum netið farið stigvaxandi. Í fyrra voru þau alls tuttugu talsins, en þeim hafði þá fjölgað um meira en helming frá árinu 2007. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, telur að rekja megi fjölgunina til aukinnar netnotkunar, og hér sé um nýja leið gerenda til að nálgast þolendur að ræða. Hún taki eftir að gerendur hafi fært sig af MSN spjallforritinu og yfir á Facebook samskiptavefinn, en börnin sem eru í mestri hættu séu á aldrinum 13 til 15 ára. Þau hafi ómótaða sjálfsmynd, ólíkt eldri unglingum, og treysti því sem þau sjá og heyra á vefnum. „Þá er þetta oft svona ákveðin blekking; viðkomandi fullorðni einstaklingur hefur þá einhverja aðra mynd heldur en af sjálfum sér, eða jafnvel enga mynd," segir Ólöf. „Þetta byrjar þá yfirleitt í formi spjalls á spjallvefnum á Facebook. Svo er ákveðið að hittast og síðan kemur kannski í ljós að viðkomandi er mun eldri en barnið heldur. Einnig er stundum um að ræða 19 eða 20 ára einstaklinga sem ekki villa á sér heimildir, og úr því verður brot." Ólöf veit auk þess til þess að fullorðið fólk leiti að barnavændi í gegnum vefinn. „Við höfum séð nokkur alvarleg vændismál hér á Íslandi þar sem börn á aldrinum 13 til 15 ára hafa verið að selja líkama sinn fullorðnum. Það hefur verið sérstaklega með því að auglýsa á Einkamál.is. Þau eru jafnvel með sér síma fyrir þessa vændisþjónustu. Við höfum séð, áætla ég, svona sex mjög alvarleg slík mál síðastliðin tvö ár." Ólöf segist telja að mál af þessum toga komist þó ekki alltaf upp þar sem börnin segi hugsanlega síður frá, því þeim finnst þau þekkja gerandann eftir að hafa verið í sambandi við hann á vefnum. Auk þess líði þeim stundum eins og þau hafi brotið gegn reglum eða viðvörunum sem þeim hafi verið settar, og því þori þau ekki að segja frá. Þetta þurfi foreldrar að hafa í huga við fræðslu. „Þess vegna er svolítið mikilvægt að þegar foreldrar eru að fræða börnin sín, þá upplýsi þau börnin á almennan hátt um hvað er mögulegt í gegnum netið, svo börnin eigi auðveldara með að segja frá seinna meir." Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Kynferðisbrotum gegn börnum sem rekja má til samskipta á Netinu hefur fjölgað um helming á síðustu fjórum árum. Forstöðumaður Barnahúss veit um sex alvarleg vændismál þar sem grunnskólabörn hafa selt sig eldri mönnum á vefnum. Börn allt niður í átta ára aldur hafa orðið fyrir kynferðisbrotum af hálfu geranda sem þau kynntust í gegnum netið, en í því tilfelli var brotið á barninu í gegnum vefmyndavél. Undanfarin ár hefur fjöldi mála á borði Barnahúss þar sem ókunnugur gerandi kynnist þolanda í gegnum netið farið stigvaxandi. Í fyrra voru þau alls tuttugu talsins, en þeim hafði þá fjölgað um meira en helming frá árinu 2007. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, telur að rekja megi fjölgunina til aukinnar netnotkunar, og hér sé um nýja leið gerenda til að nálgast þolendur að ræða. Hún taki eftir að gerendur hafi fært sig af MSN spjallforritinu og yfir á Facebook samskiptavefinn, en börnin sem eru í mestri hættu séu á aldrinum 13 til 15 ára. Þau hafi ómótaða sjálfsmynd, ólíkt eldri unglingum, og treysti því sem þau sjá og heyra á vefnum. „Þá er þetta oft svona ákveðin blekking; viðkomandi fullorðni einstaklingur hefur þá einhverja aðra mynd heldur en af sjálfum sér, eða jafnvel enga mynd," segir Ólöf. „Þetta byrjar þá yfirleitt í formi spjalls á spjallvefnum á Facebook. Svo er ákveðið að hittast og síðan kemur kannski í ljós að viðkomandi er mun eldri en barnið heldur. Einnig er stundum um að ræða 19 eða 20 ára einstaklinga sem ekki villa á sér heimildir, og úr því verður brot." Ólöf veit auk þess til þess að fullorðið fólk leiti að barnavændi í gegnum vefinn. „Við höfum séð nokkur alvarleg vændismál hér á Íslandi þar sem börn á aldrinum 13 til 15 ára hafa verið að selja líkama sinn fullorðnum. Það hefur verið sérstaklega með því að auglýsa á Einkamál.is. Þau eru jafnvel með sér síma fyrir þessa vændisþjónustu. Við höfum séð, áætla ég, svona sex mjög alvarleg slík mál síðastliðin tvö ár." Ólöf segist telja að mál af þessum toga komist þó ekki alltaf upp þar sem börnin segi hugsanlega síður frá, því þeim finnst þau þekkja gerandann eftir að hafa verið í sambandi við hann á vefnum. Auk þess líði þeim stundum eins og þau hafi brotið gegn reglum eða viðvörunum sem þeim hafi verið settar, og því þori þau ekki að segja frá. Þetta þurfi foreldrar að hafa í huga við fræðslu. „Þess vegna er svolítið mikilvægt að þegar foreldrar eru að fræða börnin sín, þá upplýsi þau börnin á almennan hátt um hvað er mögulegt í gegnum netið, svo börnin eigi auðveldara með að segja frá seinna meir."
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira