Enski boltinn

Ferguson vill að Scholes taki eitt ár í viðbót

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur ekki gefist upp í þeirri baráttu að fá Paul Scholes til þess að spila áfram með liðinu á næstu leiktíð.

United hefur boðið hinum 36 ára gamla miðjumanni nýjan eins árs samning. Leikmaðurinn ætlar að taka ákvörðun eftir tímabilið.

"Ég er búinn að ræða málin nokkrum sinnum við Scholesy og hef lagt ríka áherslu á að hann haldi áfram," sagði Ferguson sem hefur þegar fengið Ryan Giggs til þess að taka eitt ár í viðbót.

"Ryan hefur verið algjörlega ótrúlegur. Hann er 37 ára en lítur út eins og hann eigi fjögur eða fimm ár eftir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×