Fótbolti

Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir AZ Alkmaar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir Alkmaar í dag. Mynd. / Getty Images
Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir Alkmaar í dag. Mynd. / Getty Images
AZ Alkmaar vann frábæran sigur, 5-1, gegn De Graafschap í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk fyrir Alkmaar og virðist sjóðheitur þessa daganna.

Staðan á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar breytist aftur á móti ekkert eftir úrslit dagsins, en toppliðið Twente vann öruggan sigur, 4-0, gegn Willem II Tilburg og eru því enn í efsta sæti deildarinnar með 71 stig.

PSV Eindhoven vann einnig sinn leik gegn Vitesse Arnhem 2-1 og halda því öðru sætinu með 68 stig.

AZ Alkmaar er í fjórða sætinu með 59 stig eftir leiki dagsins en langt er í liðið fyrir ofan, en Ajax er heilum níu stigum fyrir ofan Kolbein og félaga.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×