Íslenski boltinn

Stjörnumenn fá til sín annan lánsmann frá Vejle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Jóhannsson er þessa dagana að reyna að styrkja Stjörnuliðið.
Bjarni Jóhannsson er þessa dagana að reyna að styrkja Stjörnuliðið. Mynd/Valli
Stjarnan hefur gert lánsamning við danska miðjumanninn Jesper Jensen sem kemur frá Vejle og mun samningurinn gilda út júní. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Jesper Jensen er 22 ára miðjumaður sem hefur spilað 31 leik með Vejle og 37 leiki með SønderjyskE.

Jensen er annar Daninn sem Stjörnumenn fá að láni frá Vejle því fyrir var varnarmaðurinn Nikolaj Hagelskjær sem lék með í tapinu í Keflavík í fyrrakvöld.

Það kemur ennfremur fram í umræddri frétt á fótbolta.net að Stjörnumenn séu ekki hættir að styrkja liðið og það gæti verið von á framherja á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×