Fótbolti

Í lífstíðarbann fyrir spark í bakið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Knattspyrnuyfirvöld í Kasakstan hafa dæmt Armand Masimzhanov í lífstíðarbann fyrir einhvern mesta óþverraskap sem sést hefur á knattspyrnuvelli lengi.

Masimzhanov gerði sér þá lítið fyrir og sparkaði með báðum fótum í bak andstæðingsins. Það sem meira er þá var Masimzhanov ekki einu sinni að spila þegar atvikið átti sér stað. Hann var varamaður.

Leikur FC Kairat og Lokomotiv í 2. deild leystist upp í slagsmál og vitleysu. Hann var að lokum flautaður af.

Knattspyrnusamband Kasakstan tók þá frumlegu ákvörðun síðan að dæma leikinn tapaðan hjá báðum liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×