Fótbolti

Celtic tapaði mikilvægum stigum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neil Lennon, stjóri Celtic.
Neil Lennon, stjóri Celtic. Nordic Photos / Getty
Titilvonir Celtic minnkuðu til muna í kvöld er liðið tapaði óvænt fyrir Inverness Caledonian Thistle, 3-2, í skosku úrvalsdeildinni.

Celtic er einu stigi á eftir erkifjendum sínum í Rangers þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu í Skotlandi.

Celtic þurfti að vinna síðustu fjóra leiki sína í deildinni til að tryggja titilinn en þarf nú að treysta á að Rangers muni einnig misstíga sig.

Stjóri liðsins, Neil Lennon, var niðurlútur í leikslok. „Nokkrir af strákunum völdu þennan dag af öllum til að eiga mjög slakan dag, sérstaklega þegar kom að varnarvinnunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×