Fótbolti

Helgi Kolviðsson tekur við liði í Austurríki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari austurríska B-deildarfélagsins Austria Lustenau. Helgi tekur við liðinu nú í sumar, áður en nýtt tímabil hefst.

Austria Lustenau er sem stendur í þriðja sæti B-deildarinnar og á litla möguleika á að komast upp í úrvalsdeildina en aðeins eitt lið kemst þangað. Liðið er þrettán stigum á eftir toppliði SCR Altach þegar fimmtán stig eru enn í pottinum.

Helgi lék sjálfur með liðinu í eitt tímabil árið 1996 en hann lék lengi með félögum bæði í Austurríki og Þýskalandi. Hann lék síðast með neðrideildarliðinu Pfullendorf í Þýskalandi, frá 2004 til 2008, en starfaði áfram sem þjálfari og hefur síðasta árið verið aðalþjálfari liðsins.

Fram kemur á heimasíðu Austria Lustenau að markmiðið sé að koma liðinu aftur upp í austurrísku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×