Íslenski boltinn

Daði: Boltinn fór einfaldlega ekki inn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Daði Guðmundsson.
Daði Guðmundsson. Mynd/Arnþór
Reynsluboltinn Daði Guðmundsson var í liði Framara sem sigraði Þór síðast þegar liðin mættust í efstu deild sumarið 2002. Daði var á skotskónum í þeim leik en gleymdi líkt og félagar sínir að reima á sig skotskóna í dag.

„Við héldum boltanum líklega 80 prósent af leiknum. Fengum sextán horn, óteljandi krossa, nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig úr góðum færum en boltinn fór einfaldlega ekki inn. Það var það sem vantaði."

Framarar náðu oft að koma sér í ákjósanlegar stöður en aldrei var réttur maður á réttum stað. Daði sagði markvörð þeirra Srdjan Rajkovic hafa virkað óöruggur.

„Þegar við náðum að setja pressu á markvörðinn sást að hann var óöruggur en það vantaði bara betri hlaup á nærstöngina. Við vorum of seinir þegar boltinn kom fyrir."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum

Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×