Fjórir piltar ákærðir fyrir árás á meðferðarheimili 21. nóvember 2011 17:55 Lögreglan á Sauðárkróki annaðist rannsókn málsins. Henni er nú lokið og hefur verið gefin út ákæra í málinu. mynd úr safni Fjórir piltar á aldrinum sextán til átján ára hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara fyrir að hafa ráðist á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði í sumar. Piltarnir læstu starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Á vef Pressunnar er sagt frá ákærunni en piltarnir veittust að starfsmanninum í sjónvarpsholi, eldhúsi og á göngum heimilisins. Einn piltanna á að hafa barið starfsmanninn ítrekað með sundurskrúfuðum billjardkjuða, með fjögurra sentimetra járnteini á öðrum enda. Samkvæmt ákærunni eiga piltarnir að hafa læst starfsmanninn inni í neyðarherbergi þar sem hann sat fastur í fimm klukkutíma. Þegar málið kom upp í júlí á þessu ári sagði varðstjóri hjá lögreglunni í Skagafirði að piltarnir hafi verið handteknir á gistiheimilinu á Akureyri daginn eftir að þeir struku. Meðferðar- og skólaheimilið Háholt er einkarekið á grundvelli þjónustusamnings við Barnaverndarstofu. Tvö slík meðferðarheimili eru hér á landi en hið þriða ríkisrekið. Í Háholti dvelja 15-18 ára unglingar og eru þeir kallaðir nemendur, samkvæmt heimasíðu Barnaverndarstofu. Þeir eiga það það sameiginlegt að eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Nemendur hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu, komist í kast við lögin, eiga í vandræðum í skóla og í félagslegum vanda af ýmsu tagi. Í einstaka tilvikum dvelja nemendur í Háholti sem dæmdir hafa verið til fangavistar. Samkvæmt samkomulagi Fangelsismálastofnunar og Barnaverndarstofu stendur unglingum til boða að afplána fangelsisdóm í Háholti. Tengdar fréttir Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57 Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum „Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. 19. júlí 2011 20:45 Læstur inni í fimm klukkustundir Starfsmaður meðferðarheimilis í Skagafirði sem fjórir unglingsdrengir réðust á um helgina hefur lagt fram kæru. Eftir árásina læstu drengirnir starfsmanninn inni í allt að fimm klukkustundir, stálu peningum og struku á bíl í eigu meðferðarheimilisins. 20. júlí 2011 14:09 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Fjórir piltar á aldrinum sextán til átján ára hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara fyrir að hafa ráðist á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði í sumar. Piltarnir læstu starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Á vef Pressunnar er sagt frá ákærunni en piltarnir veittust að starfsmanninum í sjónvarpsholi, eldhúsi og á göngum heimilisins. Einn piltanna á að hafa barið starfsmanninn ítrekað með sundurskrúfuðum billjardkjuða, með fjögurra sentimetra járnteini á öðrum enda. Samkvæmt ákærunni eiga piltarnir að hafa læst starfsmanninn inni í neyðarherbergi þar sem hann sat fastur í fimm klukkutíma. Þegar málið kom upp í júlí á þessu ári sagði varðstjóri hjá lögreglunni í Skagafirði að piltarnir hafi verið handteknir á gistiheimilinu á Akureyri daginn eftir að þeir struku. Meðferðar- og skólaheimilið Háholt er einkarekið á grundvelli þjónustusamnings við Barnaverndarstofu. Tvö slík meðferðarheimili eru hér á landi en hið þriða ríkisrekið. Í Háholti dvelja 15-18 ára unglingar og eru þeir kallaðir nemendur, samkvæmt heimasíðu Barnaverndarstofu. Þeir eiga það það sameiginlegt að eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Nemendur hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu, komist í kast við lögin, eiga í vandræðum í skóla og í félagslegum vanda af ýmsu tagi. Í einstaka tilvikum dvelja nemendur í Háholti sem dæmdir hafa verið til fangavistar. Samkvæmt samkomulagi Fangelsismálastofnunar og Barnaverndarstofu stendur unglingum til boða að afplána fangelsisdóm í Háholti.
Tengdar fréttir Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57 Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum „Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. 19. júlí 2011 20:45 Læstur inni í fimm klukkustundir Starfsmaður meðferðarheimilis í Skagafirði sem fjórir unglingsdrengir réðust á um helgina hefur lagt fram kæru. Eftir árásina læstu drengirnir starfsmanninn inni í allt að fimm klukkustundir, stálu peningum og struku á bíl í eigu meðferðarheimilisins. 20. júlí 2011 14:09 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19. júlí 2011 19:57
Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum „Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. 19. júlí 2011 20:45
Læstur inni í fimm klukkustundir Starfsmaður meðferðarheimilis í Skagafirði sem fjórir unglingsdrengir réðust á um helgina hefur lagt fram kæru. Eftir árásina læstu drengirnir starfsmanninn inni í allt að fimm klukkustundir, stálu peningum og struku á bíl í eigu meðferðarheimilisins. 20. júlí 2011 14:09